1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Nýliðarnir gerðu góða ferð til Liverpool

Skyldulesning

Raphinha fagnar sigurmarkinu.

Raphinha fagnar sigurmarkinu.

AFP

Nýliðar Leeds gerðu í kvöld góða ferð til Liverpool og unnu 1:0-sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brasilíumaðurinn Raphinha skoraði sigurmarkið á 79. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs.

Á einhvern óskiljanlegan hátt var staðan í hálfleik markalaus en bæði lið fengu fullt af færum og tvö mörk voru dæmd af Everton. Jordan Pickford og Illan Meslier í mörkum liðanna stóðu vaktina afar vel og vörðu oftar en einu sinni mjög vel.

Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik og skiptust liðin á að fá góð færi, en það voru gestirnir frá Leeds sem voru fyrri til að nýta eitt slíkt þegar Raphinha fékk boltann nálægt teig Everton, fann ekki samherja, og læt vaða frá vítateigsboga og í bláhornið fjær.

Everton náði ekki að skapa sér gott færi eftir markið og nýliðarnir fögnuðu sínum fyrsta sigri á Goodison Park frá árinu 1990. Gylfi Þór Sigurðsson kom ekkert við sögu hjá Everton.

Everton er í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig og Leeds í 11. sæti með 14 stig en aðeins fimm stig skilja að þriðja og fimmtánda sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir