2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Nýr fasteignavefur DV og Fréttablaðsins í loftið – Upplýsingar um kostnað við kaup, rekstrarkostnað og verðsögu fasteigna

Skyldulesning

DV og Fréttablaðið, miðlar Torgs ehf., hafa tekið höndum saman við rekstraraðila Fasteignaleitin.is, Structure ehf., um að fasteignavefurinn verði aðgengilegur sem undirvefur á báðum miðlunum.

Fasteignaleitin er nýr og öflugur fasteignaleitarvefur sem býður upp á einfalt og notendavænt viðmót í bland við nýjungar sem munu eflaust falla vel í kramið hjá fasteignaleitendum. Á vefnum má nálgast ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og ýmiskonar fróðleik um hinn síkvika fasteignamarkað.

Meðal annars má nálgast upplýsingar um áætlaðan kostnað við kaup á tiltekinni fasteign sem og áætlaðan rekstrarkostnað eignarinnar. Þá er á vefnum hægt að nálgast upplýsingar um söluverð eigna samkvæmt þinglýstum kaupsamningum og sjá með skýrum hætti hvernig fasteignaverð er að þróast.

Nú þegar er meirihluti eigna sem auglýstar eru til sölu aðgengilegar á leitarvefnum en á næstunni má gera ráð fyrir því að allt framboðið verði komið inn á vefinn.

„Við erum afar stolt af þessu samstarfi við Fasteignaleitina. Þetta er nýr og ferskur leitarvefur, afar hraður og viðmótsþýður, með margskonar virkni sem að finnst ekki á öðrum sambærilegum vefsíðum,“ segir Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir