7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Nýr samningur á borðinu

Skyldulesning

Paulo Dybala gekk til liðs við Juventus frá Palermo sumaruð …

Paulo Dybala gekk til liðs við Juventus frá Palermo sumaruð 2015.

AFP

Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Juventus hafa boðið Paulo Dybala, sóknarmanni liðsins, nýjan samning, en þetta staðfesti Andrea Agnelli, stjónarformaður félagsins, í vikunni.

Dybala, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við Juventus frá Palermo sumarið 2015 en hann á að baki 240 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 96 mörk og lagt upp önnur 38.

Sóknarmaðurinn er samningsbundinn til sumarsins 2022 en hann hefur verið reglulega orðaður við brottför frá félaginu undanfarin ár.

„Framtíð Dybala er hjá Juventus og við viljum halda honum hér eins lengi og kostur er,“ sagði Agnelli í samtali við ítalska fjölmiðla.

„Við sjáum hann sem framtíðar fyrirliða liðsins og hann er með samningstilboð í höndum frá okkur.

Við erum tilbúnir að gera hann að einum launahæsta leikmanni Evrópu til þess að halda honum hérna,“ bætti stjórnarformaðurinn við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir