2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Nýr sendiherra Kína á Íslandi

Skyldulesning

He Rulong og Guðni Th. Jóhannesson við afhendingu trúnaðarbréfs.

He Rulong og Guðni Th. Jóhannesson við afhendingu trúnaðarbréfs. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon

Nýr sendiherra Kína á Íslandi hefur tekið við af JIN Zhijian. Sá nefnist He Rulong og afhenti hann trúnaðarbréf sitt nýverið á Bessastöðum.

Efnt var til móttöku af þessu tilefni og meðal viðstaddra var Unnur Guðjónsdóttir, sem hefur látið samskipti Kína og Íslands sig heilmikið varða gegnum tíðina.

Á vef forseta Íslands segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti og nýi sendiherrann hafi rætt samskipti Íslands og Kína í áranna rás en undir lok síðasta árs var hálf öld liðin frá því að ríkin tóku upp stjórnmálasamband. Þá var rætt um væntanlega fjölgun kínverskra ferðamanna á Íslandi og möguleika á auknu samstarfi á sviði jarðhitanýtingar og sjávarútvegs.

Guðni kynnti jafnframt sjónarmið íslenskra stjórnvalda í sambandi við innrás Rússa í Úkraínu og sendiherra rakti sjónarmið kínverskra stjórnvalda. Þá lýsti forseti afstöðu Íslands á sviði kynjajafnréttis, umhverfisverndar og mannréttinda, segir á forseti.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir