Nú nýlega bættist við liðsauki í vélstjóraflóruna um borð. Þar er á ferðinni ungur og upprennandi vélstjóri, Andri Agnars, sem er nú reyndar ekki alveg nýr um borð. Hann hefur áður róið á Hrafni Sveinbjarnar, en hann stundaði makrílveiðar þegar þær voru við lýði á frystitogurum hér á árum áður. Það hefur nú lagst af sem betur fer segja sumir.
Krumminn býður Andra velkominn í hópinn og áhöfnina og væntir mikils af samstarfinu við hann í framtíðinni.