4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Nýr Vilhelm í flota Samherja

Skyldulesning

Fullkomið uppsjávarskip. Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 skríður út úr höfninni í Skagen í Danmörku á leið í prufusiglingu. Skipið er væntanlegt heim til Akureyrar síðari hluta næstu viku.

Nýtt skip bætist í flota Samherja hf. á næstunni er nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kemur til landsins. Skipið er fullkomið og sparneytið uppsjávarskip og kostar 5,7 milljarða króna tilbúið á veiðar, byrjar væntanlega á kolmunna vestur af Írlandi upp úr páskum. Síðan taka við veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld í sumar og vonandi verður góð loðnuvertíð næsta vetur.

Á síðustu árum hefur floti Samherja og ÚA verið endurnýjaður að mestu, byggt hefur verið nýtt og fullkomið hátæknifrystihús á Dalvík og bæði hús og tæki ÚA á Akureyri verið endurnýjuð. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að vissulega hafi fjárfestingar síðustu ára verið gríðarlega miklar. Ekki sé hins vegar hjá því komist ætli menn að reka útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í fremstu röð.

Í síðustu viku fór nýr Vilhelm Þorsteinsson í prufusiglingar hjá Karstensens-skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku og gengu þær vel. Í dag er ráðgert að fara í siglingu til að prufa spilkerfi, fiskidælur og slíkt. Ef ekkert kemur upp á verður skipið afhent Samherja og haldið heim á leið. Heimkoma er áætluð síðari hluta næstu viku.

Á allan hátt fullkomið skip

Kristján Vilhelmsson segir nýja skipið vera á allan hátt fullkomið. Aðbúnaður áhafnar sé mjög góður hvað varði vinnuaðstöðu, vistarverur og aðra aðstöðu. Klefar eru í skipinu fyrir 15 manns auk sjúkraklefa og gott pláss fyrir áhöfnina í rúmgóðum borðsal og setustofu. Þá er að finna gufubað og líkamsrækt um borð í þessu stóra skipi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta nýja skip.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir