Nýtt hlaðvarp um íþróttir hefur göngu sína á Vísi í dag. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason stýra hlaðvarpinu sem verður á dagskrá nokkrum sinnum í viku.
Í hlaðvarpinu verður kafað ofan í fréttamál dagsins í íþróttaheiminum, í líkingu við það sem gert var í sjónvarpsþættinum Sportið í dag í vor.
Hlaðvarpið verður aðgengilegt á Vísi og í nýju útvarpsappi.
Hér fyrir neðan má hlusta á fyrsta þátt hlaðvarpsins. Þar er m.a. farið yfir mál Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, og æfingabannið á Íslandi.