7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt

Skyldulesning

Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik.

Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn.

„Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons.

„Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“

Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum.

„Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl.

„Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“

Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt


Tengdar fréttir


Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið.


KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi.


Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir