5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Óbreytt ástand fólksins eftir slysið í Skötufirði – Kirkjan á Flateyri opnuð

Skyldulesning

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér nýja tilkynningu vegna slyssins í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gærmorgun en þriggja manna pólsk fjölskyldu lenti úti í sjó í bíl sínum. Konan er látin en eiginmaður og barn eru á sjúkrahúsi. „Staða hinna slösuðu,“ er sögð óbreytt en þau eru undir læknishöndum á Landspítalanum.

Sóknarprestur hefur opnað Flateyrarkirkju og býður þeim sem þangað vilja að koma og eiga stund til kl. 16:00 í dag. Gætt er að sóttvarnarreglum í kirkjunni.

Þá segir að viðbragðsaðilar sem tóku þátt í aðgerðum í kjölfar slyssins í gær séu lausir úr sóttkví.

Innlendar Fréttir