4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Óðinn atkvæðamikill í sigri á toppliðinu

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Holstebro gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Óðinn Þór gerði 5 mörk í leiknum sem lauk með tveggja marka sigri Holstebro, 33-31, eftir að staðan í leikhléi var 19-17, Holstebro í vil.

Arnór Atlason þjálfar lið Álaborgar sem er eftir sem áður á toppi deildarinnar, hefur nú eins stigs forskot á GOG sem á þó tvo leiki til góða.

Í þýska handboltanum spilaði Arnar Freyr Arnarsson rullu í varnarleik Melsungen þegar liðið vann eins marks sigur á Bergischer. Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer í leiknum og Ragnar Jóhannsson kom lítið við sögu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir