6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Ofureldfjallið sem getur lagt Bandaríkin í rúst

Skyldulesning

Það er svo sem nóg að hugsa um þessa dagana með heimsfaraldur kórónuveirunnar í fullum gangi. En það hefur auðvitað engin áhrif á eldfjöll heimsins sem gjósa þegar þrýstingurinn í þeim er orðinn nægilega mikill. Við þekkjum íslensku eldfjöllin sem gjósa öðru hvoru en það eru til öllu stærri og skelfilegri eldfjöll, svokölluð ofureldfjöll, sem geta lagt heilu heimshlutana í rúst ef þau gjósa og orðið milljörðum manna að bana.

Eitt þessara ofureldfjalla er undir Yellowstone þjóðgarðinum í Wyoming í Bandaríkjunum. Það gaus síðast fyrir 640.000 árum og telja sumir að það sé eiginlega kominn tími á það. En eins og svo oft er með eldfjöll þá er ekki hægt að segja með neinni vissu hvenær það muni gjósa næst. Það gæti þess vegna gerst á morgun eða eftir 10.000 ár.

En þegar það gerist þá verða það rosalegar hamfarir. Talið er líklegt að þá komi um 1.000 kúbikkílómetrar af gosefnum upp úr eldfjallinu og berist út í andrúmsloftið eins og þegar það gaus síðast. Hraunflæðið verður einnig rosalegt og myndi þekja allt land í um 65 km radíus með þykku hraunlagi.

Í Colorado, Woming og Utah má búast við allt að 90 sm öskulagi. Hlutar af Miðvesturríkjunum mundu einnig enda undir þykku öskulagi og þar myndi myrkur ríkja. Ef það er ekki nóg þá bætast við ryk og eiturgufur sem myndu mynda hjúp um jörðina alla og endurkasta sólargeislunum. Þetta myndi hafa í för með sér mikla loftslagskólnun sem myndi vara í mörg ár.

Þetta myndi eyðileggja raforkukerfin og uppskeru. Mikið mannfall myndi verða afleiðingin því án sólarinnar, hita og matar verður erfitt að komast af. Í grein sem Bryan Walsh skrifaði i New York Times 2015 vitnaði hann í skýrslu frá European Science Foundation um miklar náttúruhamfarir. Í henni kemur fram að það sem gæti gerst væru „mestu hamfarir síðan siðmenningin varð til“.

Jerzy Zaba, jarðfræðingur við Silesia háskólann í Katowice í Póllandi, sagði í viðtali við Express.co.uk á síðasta ári að hann telji að um 5 milljarðar manna muni deyja úr hungri í kjölfar eldgoss í Yellowstone. Hann sagðist einnig telja að ef það gýs í Yellowstone sé eini möguleiki íbúa í Norður-Ameríku að flýja. Þeir verða þá að reyna að komast til Suður-Evrópu eða Evrópu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir