7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Ogbonna tryggði West Ham sigur gegn Leeds United

Skyldulesning

West Ham United vann 1-2 útivallarsigur á Leeds United í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. West Ham lenti undir í leiknum en leikmenn liðsins sýndu karakter og sneru stöðunni sér í vil.

Mateusz Klich kom Leeds yfir með marki úr vítaspyrnu á 6. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 25. mínútu þegar Tomas Soucek jafnaði metin fyrir West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Jarrod Bowen.

Angelo Ogbonna, kom West Ham síðan yfir með marki á 80. mínútu eftir stoðsendingu frá Aaron Cresswell.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigurinn kemur West Ham upp í 5. sæti deildarinnar með 20 stig. Leeds er í 14. sæti með 14 stig.

Leeds United 1 – 2 West Ham United 


1-0 Mateusz Klich (‘6)


1-1 Tomas Soucek (’25)


1-2 Angelo Ogbonna (’80)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir