6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Ógnaði og rændi ökumann bifreiðar

Skyldulesning

Á níunda tímanum í gær var tilkynnt um rán í Austurbæ Reykjavíkur, en þar hafði einstaklingur komið inn í bifreið, ógnað ökumanni og haft á brott með sér muni í eigu ökumannsins. Í dagbók lögreglu kemur fram að málið sé í rannsókn.

Í gærkvöldi og í nótt komu upp nokkur mál þar sem grunur er um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Allavega átta slík mál komu upp í umdæminu í nótt.

Á tólfta tímanum var svo bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi, en ökumaður reyndist 15 ára. Var honum ekið af lögreglu heim þar sem foreldrar tóku á móti honum auk þess sem málið var tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.

Á áttunda tímanum varð umferðaróhapp í Garðabæ, en báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja þær á brott með dráttarbifreið. Ekki liggur fyrir með slys á ökumönnum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir