7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Óhætt að segja mörgum hafi létt er Trump sagðist ekki lengur — ætla hindra hefðbundið forsetaskipta-ferli í Washington!

Skyldulesning

Yfirlýsing Trumps kom skömmu eftir að ljóst var að — yfirvöld í Michiganfylki höfðu staðfest kosninga-úrslit; þetta nánast algerlega lokar á möguleika Trumps til að hindra forseta-skipti: Michigan certifies Biden's win as Trump efforts to challenge election slip

Þrátt fyrir þrýsting Trumps á Repúblikana sem sitja ásamt Demókratafulltrúum í kosninga-eftirliti Michigan — kaus hvorugur Repúblikaninn gegn yfirlýsingu um gildar kosningar.

–Þetta er hvað hefur verið að gerast undanfarið, að þrátt fyrir þrýsting frá Trump, hafa kosninga-eftirlits-fulltrúar á vegum Repúbliknaa-flokks; staðfest úrslitin í fylki eftir fylki, ásamt fulltrúum Demókrata.

–A.m.k. einn kosninga-eftirlits-fulltrúi Repúblikana, kom fram í fjölmiðlum og mótmælti afskiptum Trumps á undanförnum dögum, sagði frá því að hann hefði verið beittur hótunum – jafnvel að þeim hafi verið beitt gegn fjölskyldu hans: Trump tries to drum out GOP election officials who won’t play his games

Twitter yfirlýsing Trumps!

Donald J. Trump@realDonaldTrump·17h

I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good …fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.

–Hann útskýrir í engu ákvörðun sína, auðvitað ekki það — að hún tengist ákvörðun fyrr sama kvölds í Michigan; þó enginn heilvita maður geti sennilega haldið því fram – að það sé tilviljun að Trump lýsi þessu yfir fáeinum klukkustundum síðar, sama kvöld.

 1. Hann greinilega virðist ætla að halda sig við – ósönnuðu kenningarnar um stolnar kosningar!
 2. Bendi á að hann hefur – tapað hverju einasta dómsmáli sem hefur fram að þessu komið til dóms, er hefur snúist um — tilraunir til að ógilda kosningu í einstökum fylkjum.

–Eins og einn dómarinn sagði um daginn, þá væri það fullkomlega fráleitt að ógilda kosningar í fylki — út á fullkomlega ósannaðar ásakanir!

Trump relents as administration begins Biden transition

Það virðist vaxandi mæli blasa við, að Trump hafi búið til -grievance- kenningu, mestu máli líklega skiptir að yfir 70% kjósenda hans trúir henni — Trump þarf líklega í engu að sanna sína kenningu!

Þá meina ég, Trump-arar virðast mér yfirleitt ekki krefjast sannana af hendi Trumps.

–Kenning sé sönn, einfaldlega vegna þess að Trump fullyrði hana sanna!

Það skipti að virðist Trumpara engu.

–Hvað sérhver annar segir, eða hvort Trump tapi öllum dómsmálum.

Ég hef persónulega aldrei komið auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að taka ásakanir í nokkru alvarlega!

–Mail-voting virðist mér ágætlega örugg aðferð, sennilega öruggari ef eitthvað er – en að mæta á kjörstað og greiða atkvæði í eigin persónu.

 1. Þegar menn mæta á kjörstað, sína þeir — passa af einhverju tagi, eins og fólk veit er upp og ofan hve nýlegar þær myndir eru; þannig séð ef menn horfa til sannana um að viðkomandi sé sú persóna – sé ekki endilega öruggt að gamall passi mæti þannig kröfum.
 2. Þegar menn greiða atkvæði í gegnum – póst, fylgir alltaf undirskrift með. Slíkt er a.m.k. ekki minna öruggt en gamall passi — líklega ívið öruggari er kemur að því að bera áreiðanleg kennsl á viðkomandi.

–Heyri stöðugt tönnslast á, menn geti greitt atkvæði með póstsendum kjörseðli, án þess að vera viðkomandi — — það sé afar afar ósennilegt að vera satt!

 • Ég skora á fólk þá – að falsa undirskriftir einstaklinga sem það þekkir ekki, þeirra undirskrift það aldrei hefur séð.

  –Slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt.

M.ö.o. hefur mér virst gagnrýnin á – póstsend atkvæði, stærstum hluta — absúrd.

–Hinn bóginn hafi pólit. tilgangur þeirrar gagnrýni, alltaf verið augljós!

 • Þetta hafi m.ö.o. allan tímann, verið pólit. ásökun — ekki á skynsemis-grunni.

Hvað ætlar Trump að gera við þessa -grievance- kenningu?

Mér virðist sennilegt, að tilgangur Trumps — hafi einfaldlega verið sá, að sannfæra fjölmennan hóp — gegn öllum skynsemis-rökum og samtímis án nokkurra sannana!

–Að kosningum hafi verið stolið.

Síðan ætli Trump hugsanlega, að halda -sögunni- lyfandi nk. 4 ár, í von um hugsanlegt endurkjör 2024; það þíði væntanlega einnig að Trump ætli sér líklega reglulega að standa fyrir uppákomum, til að viðhalda áhuga — aðdáenda sinna!

 1. Mér virðist afar sennilegt, Trump ætli að tryggja sér áfram — aðgengi að fé stuðningsmanna sinna, m.ö.o. hvetja þá til að halda áfram að gefa fé til — Trump-campaign.
 2. Illar tungur sem ég hef heyrt, meira segja halda því á lofti — fégræðgi sé eiginlegur tilgangur Trumps. Hann ætli sér að féfletta eigin stuðningsmenn.
 • Meðan hann noti þá peninga til að greiða af skuldum – halda viðskipta-veldi gangandi.

–Það er ekki endilega ósennileg kenning. Þ.e. féfletting stuðningsmanna, til þess eins að útvega Trump — það fé sem hann þurfi, til að halda sér fjárhagslega á floti.

 1. En skv. greiningu Financial Times nýlega, skuldar Trump heilt yfir um 1,5ma$.
 2. Á móti, fyrir COVID var virðist heildareigna metið ca. 3ma.$.

Hinn bóginn sé tekjustaða Trumps og fyrirtækja hans, léleg samanborið við skuldafarg.

Gróða hans af — The Apprentice — sé lokið, þannig að tekjur Trumps hafi verulega dregist saman, samtímis því að skuldir hans hafi verulega mikið vaxið.

–Það sé alls ekki útilokað, að Trump mundi nota fé sem stuðningsmenn gæfu honum, nk. kjörtímabil — stórum hluta til að halda viðskiptaveldi gangandi. Og sér persónulega frá fjárhagslegri snöru — en hann er persónulega ábyrgur fyrir a.m.k. 400millj.$.

 • Þannig að það geti vel verið, að Trump með sögu-sögnum sínum, með því að sannfæra stuðningsmenn hann sé í einhvers konar Davíð vs. Golíat glímu við kerfi; er hafi nú stolið kosningunni.

  –Sé einfaldlega að skapa sér aðstöðu til að misnota sér gjaf-vild stuðningsmanna sinna.

Mér finnst þessi skýring koma til greina!

Trump þarf þó sennilega að halda voninni um hugsanlegt nýtt framboð, lifandi eins lengi og hann getur — jafnvel þó hann ætli sér það hugsanlega ekki!

En það gæti verið erfitt fyrir hann, að halda í fégjafmildi stuðningsmanna!

Ef hann væri ekki reglulega að viðhalda von þeirra um aðra framboðstilraun.

–Það þíðir auðvitað, hann mun þurfa að halda sér í fjölmiðlum — því standa reglulega fyrir uppákomum!

Væntanlega mundi hann leitast við að halda því á lofti — Biden sé einhvers konar Dr. Evil.

Gera sitt besta til að sannfæra Repúblikana um að vera sem óþægasta við hann!

–Kemur í ljós síðar hvort slíkar tilraunir munu virka hjá karlinum!

Niðurstaða

Það að forsetaskipti sannarlega fara fram undir lok jan. nk. Hefur án vafa róað fjölda fólks, sumt sem óttaðist alvarleg átök hugsanlega um forseta-embættið.

Hinn bóginn, virðist aðstaða Trump til að standa í slíku hafa fjarað hratt út sl. daga.

Honum hafi ekki tekist að fá nokkra þingdeild Repúblikana í fylkjum þ.s. þeir hafa meirihluta af þeim fylkjum er deilt hefur verið um úrslit.

–Til að taka þátt í að hugsanlega ógilda þær kosninganiðurstöður.

–Þar fyrir utan, hafa kosninga-eftirlitsmenn á vegum Repúblikana, ekki hindrað staðfestingu kosninganiðurstaðna fram til þessa.

M.ö.o. hafi ekki blasað við að Trump hefði þá stjórn á Repúblikanaflokknum á landsvísu, að hann hafi getað fengið Repúbliknana-þingleiðtoga viðkomandi fylkja, til að styðja ráðabrugg gegn kosninganiðurstöðunum.

Þegar þetta varð ljóst í fylki eftir fylki, runnu möguleikar Trumps til að hindra staðfestingu niðurstöðunnar — hratt út á undanförnum dögum.

–Líklega lýsir Trump yfir því að hann hindri ekki lengur forsetaskipti, þar að hann eigi ekki valkost um annað lengur.

 • Challenge hans gegn niðurstöðunni hafi mistekist.

Kv.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir