Óhóflegar kröfur dauðadeildarfanga um síðustu kvöldmáltíðina höfðu afleiðingar – DV

0
107

Dauðarefsingin er lögleg víða um Bandaríkin, en undir einstaka ríkjum er komið að taka ákvörðun um hvort slíkt sé heimilt. Mögulega kemur það okkur Norðurlandabúum spánskt fyrir sjónum enda höfum við fyrir löngu látið af þeirri iðju að aflífa fólk í refsingarskyni og ef út í það er farið er almennt stefnan hér um slóðir að dæma hóflegar fangelsisrefsingar.

Hvað um það. Fangar sem hafa í Bandaríkjunum verið dæmdir til dauða eru vistaðir á svonefndum dauðadeildum þar sem þeir bíða örlaga sinna. Oft tekur það fleiri fleiri ár, jafnvel áratugi fyrir stóra daginn að renna upp. Hjá mörgum kemur sá dagur hreinlega aldrei og þeir láta lífið á meðan þeir bíða eftir dauðanum.

Til að dauðarefsingin sé ekki eins villimannsleg og nafnið gefur til kynna hefur það tíðkast í Bandaríkjunum að bjóða föngum upp á síðustu kvöldmáltíðina, þar sem þeir fá sjálfir að stýra hvað þeir borða.

Eitthvað hefur þó verið um að fangarnir taki þessu of bókstaflega og fari fram á íburðarmiklar lúxusmáltíðar sem stjórnvöldum þykir miður skemmtilegt að greiða fyrir. Dæmi um fanga sem þóttist seilst fulllangt er Darryl Barwick. Hann var dæmdur til dauða fyrir að myrða hina 24 ára gömul Rebeccu Wendt árið 1986. Rebecca hafði skellt sér í ströndina en Darryl elti hana heim og myrti hana. Darryl vildi að síðata máltíð sín væri steiktur kjúklingur, makkarónur með osti, svartar baunir með hrísgrjónum, kornbrauð og svo ís í eftirrétt.

Síðan var það Donald David Dillbeck sem vildi steiktar rækjur, sveppi, lauhringi, ís og súkkulaði. En hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir að myrða konu árið 1990.

Ekki allir eru svona kröfuharðir þó. Raðmorðinginn Ted Bundy neitaði að leggja fram séróskir svo það var ákveðið fyrir hann að hann fengi steik, egg, ristaðbrauð með sultu, mjólk, kaffi, safa og rifnar kartöflur.

Fanginn Lawrence Russel Brewer, sem tók þátt í að myrða hinn svarta James Byrd Jr. hneykslaði svo mikið með síðustu kvöldmáltíð sinni að ríkið þar sem hann var tekinn af lífi, Texas, ákvað að  hætta að stunda þessa hefð. Lawrence fór fram á: Tvær kjúklingasteikur með brúnni sósu og lauk; þrefaldan beikon ostborgara; eggjaköku með osti, hakki, tómötum, lauk, papriku og jalapeno; heila skál af okra jurtinni með tómatsósu; hált kíló af BBQ kjöti með hálfu franskbrauði; þrjár stútfullar vefjur; kjötunnenda pitsu; einn bauk af vanillu ís; sneið af súkkulaðiköku með hnetusmjöri og jarðhnetum og að lokum þrjú rótaröl. Allt þetta fékk Lawrance í gegn, en þegar maturinn var kominn sagðist hann ekki vera svangur og fékk sér ekki svo mikið sem einn bita. Þessi ósvífni gerði öldungadeildarþingmanninn John Whitmire alveg brjálaðan og sendi hann fangelsismálastjóra harðort bréf þar sem hann sagði Lawrence hafa haft fangakerfið að háði og annað hvort myndi fangelsismálastofnun Texas hætta með síðustu kvöldmáltíðina eða þingmaðurinn myndi neyða það í gegn með lagasetningu.

Þó Texas hafi hætt með þessar máltíðir stunda önnur ríki það þó enn, en hafa þó sett sér reglur til að koma í veg fyrir tilvik af þessu tagi. Til dæmis er algeng regla að maturinn megi ekki kosta meira en 5.600 krónur og ekki má heldur vera vesen að kaupa hann, heldur þarf hann að vera fáanlegur í nærumhverfi fangelsisins.