-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

„Óhugnanlega staðreyndin um menn sem ég lærði þegar ég varð strippari“

Skyldulesning

Þegar höfundurinn Rita Therese byrjaði fyrst að starfa sem fatafella átti hún erfitt með að trúa hræsninni í karlmönnum.

Rita gaf nýlega út ævisöguna Come og opnar sig um reynslu sína af kynlífsiðnaðinum. Hún segir frá „óhugnanlegri staðreynd“ sem hún lærði um karlmenn þegar hún byrjaði að strippa. Body and Soul greinir frá.

Rita byrjaði hjá Bar Bunny. Þar voru konur annað hvort berar að ofan og þjónustustúlkur, eða fatafellur. „Í steggjun þá var það yfirleitt þannig að það þeir fengu nokkrar þjónustustúlkur til að vera í nokkra tíma og svo mætti fatafellan,“ segir hún.

„Ég var orðlaus þegar ég sá fyrstu sýninguna,“ segir Rita og lýsir hefðbundinni sýningu.

„Stelpan strunsar inn í Juicy Couture jogginggallanum sínum, með henni er stór gaur sem heldur á busl laug og AUX kapli. Hún hverfur inn á baðherbergi. Mennirnir safnast allir saman í hring og það öskrar alltaf einhver: „Fatafellan er mætt!“ Hún kemur út af baðherberginu, oftast í einhverjum geggjuðum búning, og alltaf í stripparahælum. Stóri gaurinn gerir allt tilbúið fyrir hana og stendur síðan aftast í herberginu með krosslagða handleggi.“

Rita segir að hver sýning sé nánast eins, alltaf sömu danshreyfingunum og alltaf brjóst framan í brúðgumann.

„Fyrst fer pilsið, síðan brjóstahaldarinn og að lokum g-strengurinn. En alltaf g-strengur með smellum á hliðinni svo þú getur fjarlægt hann í einum hvelli,“ segir hún.

Virðingin fór dvínandi

Rita segir að henni hafi þótt mikið til koma til sýninganna, en hún hafi áttaði sig á að virðing karlmanna fari dvínandi eftir því hversu langt konur væru tilbúnar að ganga.

„Þegar ég var enn þjónustustúlka þá sat ég alltaf með karlmönnunum að horfa á sýninguna. Á einhverjum tímapunkti sneri yfirleitt einn þeirra sér að mér og sagði eitthvað ljótt um útlit fatafellunnar, kynfæri hennar eða: „Sýningin er skemmtileg en ég er glaður að þú gerir þetta ekki.“ Ég tók líka eftir því að það væri líka þessi togstreita meðal samstarfskvenna minna. Þessi aðgreining frá „vondu hórunni“ og „góðu hórunni“,“ segir Rita.

„Sem átján ára stelpa sem vildi samþykki þá féll ég fyrir þessu, en áttaði mig fljótlega að það væru karlmenn og drusluskömm þeirra sem væri fokking vandamálið.“

Innlendar Fréttir