3.1 C
Reykjavik
Laugardagur 1 apríl 2023

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni – DV

Related stories

spot_img

Fréttateymið á CBS  Los Angeles var í miðri útsendingu þegar veðurfréttakonan, Alissa Carlson Schwartz, leið út af.

Á myndbandi frá atvikinu má sjá hvar fréttakonur kynna veðurfréttirnar til leiksins og er þá skipt yfir á Alissu.

Alissa stendur en réttir fljótt fram hendurnar, leggur höfuðið á þær og líður svo út af og fellur í gólfið.

Fréttakonurnar virðast fyrst orðlausar en eru fljótar að ná áttum og tilkynna áhorfendum að nú yrði tekið stutt hlé á útsendingu.

Alissa hefur þó látið í sér heyra og greint áhyggjufullum áhorfendum frá því að það sé í góðu lagi með hana.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir Alissu en árið 2014 varð hún veik í beinni útsendingu og komst seinna að því að það væri vegna hjartalokuleka. Hún hefur greint frá því í viðtali að læknar hafi sagt henni að hún þurfi að lokum að gangast undir hjartaaðgerð þar sem skipt verður um hjartaloku.

Hún hafi þó ákveðið að taka lífið sitt í gegn og verða heilbrigðari og hraustari í lífsstíl sínum. Hún hafi svo átt barn. og í kjölfar þess hafi læknar sagt að hjartalokan væri farin að gera við sjálfa sig.

„Stofnfrumurnar frá barninu mínu voru farnar að laga hjartað mitt“

🚨#WATCH: As terrifying moment happened when a CBS LA meteorologist collapsed live on air

📌#LosAngeles | #California

Terrifying moment shows when a CBS LA meteorologist Alissa Carlson Schwartz collapsed on-air on Saturday morning while doing a live report her co workers… https://t.co/zkWpaB81yZ pic.twitter.com/tQ9To9spDo

— R A W S A L E R T S (@rawsalerts) March 19, 2023

Nýjast

spot_img