6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Ók á grjót og fær tjónið ekki bætt

Skyldulesning

Mánárskriður Grjóthrun úr skriðunum er þekkt og hefur valdið tjóni …

Mánárskriður Grjóthrun úr skriðunum er þekkt og hefur valdið tjóni á mörgum ökutækjum. Tjónið fæst hins vegar ekki alltaf bætt.

mbl.is/Sigurður Ægisson

Ökumaður bíls, sem ekið var um Mánárskriður, vestan Siglufjarðar, fær ekki tjón bætt á bílnum eftir að ekið var á grjót úr fjallinu. Tryggingafélagið taldi kaskótryggingu bíleigandans ekki réttlæta bótagreiðslu og undir þetta tekur úrskurðarnefnd í vátryggingamálum í nýlegu áliti sínu.

Bíllinn var þarna á ferð að kvöldi til í lok nóvember 2019 og lýsti ökumaðurinn því svo að grjótið hafi komið úr hruni úr fjallinu og lent á veginum rétt við bílinn. Benti ökumaðurinn á að fleiri bílar hafi skemmst á sama tíma og annað tryggingafélag viðurkennt bótaskyldu vegna sambærilegs tjóns.

Taldi ökumaðurinn að ekki hafi verið aðrir kostir en að lenda á grjótinu sem kom niður fjallið, þar sem snarbratt sé niður í sjó við vegbrún og ekki hægt að sveigja undan. Tryggingafélagið taldi trygginguna ekki ná til þess ef laust grjót hrekkur upp undir ökutæki í akstri, eða ef ökutæki „tekur niðri í ójöfnum, s.s. jarðföstu eða lausu grjóti“.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir