5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Okk­ar verk­efni er að stoppa far­ald­ur­inn.

Skyldulesning

Vegna þess að þjóðin krefst þess.

Fólk sættir sig ekki lengur við sífelldar samfélagslegar lokanir vegna þess að stjórnvöld heykjast á að þétta lekann á landamærunum.

Og ef það er ekki hægt með góðu, þá þarf að gera það með illu.

Það er ekkert óeðlilegt við það að til sé fólk sem hafi aðra skoðun.

Hvort sem það vill ekki dvelja á sóttvarnarhóteli, það afneiti staðreyndum eins og tilvist veira, eða að hættuleg farsótt geysi í heiminum.

Það er heldur ekkert að því þannig séð að til séu fjársterkir aðilar sem sjái sér hag í opnum landamærum svo þeir fái nýtingu á fjárfestingum sínum tengdum ferðaþjónustu, og það er ekkert að því, þannig séð, að þeir nýti sín fjárráð til að halda út lögfræðingaher sem djöflast á sóttvörnum þjóðarinnar.

Mörkin liggja hvort óeðlið, afneitunin nái inní raða valdsins, hvort sem það eru ráðherrar, þingmenn, dómarar, löggæsluyfirvöld.

Mörkin liggja að þessum fjársterkum hagsmunaaðilum sé ekki leyft að skaða heildarhagsmuni þjóðarinnar, ráðast að frelsi hennar til eðlilegs lífs innanlands, brjóti niður sóttvarnir hennar á landamærum með hjálp dindla í ríkisstjórninni eða í dómarastétt.

Við höfum séð dindlana í ríkisstjórninni, sem vinna beint gegn hagsmunum fjöldans, en það á eftir að koma í ljós hvort þeim hafi verið plantað í dómarastéttina.

Við höfum séð veikleika forsætisráðherra sem munnhöggvast við dindil í stað þess að reka hann með skömm úr ríkisstjórninni.

Við höfum séð hroka héraðsdóms sem vogar sér að skapa efa og ótta um sóttvarnir þjóðarinnar með drætti sínum á dómsuppkvaðningu, þó er ekki útilokað að í vændum sé vandaður vel rökstuddur dómur sem kæfir óeðlið í fæðingu.

Fyrst og síðast höfum við séð sóttvarnaryfirvöld sem sýna festu og styrk, læra af reynslunni, leggja sig fram um að vernda þjóðina og tryggja okkur eðlilegt mannlíf núna á tímum farsóttar sem heldur öllu mannlífi í heljargreipum víðsvegar um Evrópu, Ameríku og víðar.

Fyrri það ber að þakka.

Sem og að ríkisstjórnin sem heild virðist vera vandanum vaxinn, hún hefur verið varfærin, hefur viljað fullreyna hluti sem augljóslega ekki virka vegna eðli farsótta, en hún hefur ekki barið hausnum í stein raunveruleikans  og sagt, reynum aftur, reynum aftur það sem fullreynt er að mislukkast.

Þess vegna á hún eftir að skikka alla sem voga sér í óþarfa ferðalög á tímum farsóttar, eru þar með tifandi tímasprengjur fyrir samborgara sína sem hafa þroska og vit til að sleppa öllu flandri.

Þessu fólki er engin vorkunn.

Það á að skammast sín, hundskast í  farsóttarhús, og vera til friðs.

Þeir sem eiga brýn erindi, og þeir eru alltaf margir, þeir rífast ekki um svona sjálfsagðan hlut.

Við upplifum núna skrýtin dag.

Líklegast kom harðindaveður í veg fyrir að þúsundir hefðu verið á svæði þar sem eldsprungur opnast fyrirvaralaust.

Og það er beðið eftir héraðsdómara.

En ég trúi því ekki að það verði beðið eftir ríkisstjórninni ef samsærið nær inní dómarastéttina.

Viðrini á þingi töldu sig hafa meira vit en sóttvarnarsérfræðingar þjóðarinnar um hvernig lög um sóttvarnir eiga að vera, þess vegna eru jú viðkomandi viðrini, fikt þeirra er forsenda málareksturs málaliðanna, og ekki er hægt að útiloka að dómari telji fiktið æðra smitvörnum þjóðarinnar.

Þá á ríkisstjórnin að vera með Guðna í bandi, og fá undirrituð neyðarlög fyrir kveldið, til að eyða allri lagalegri óvissu, sé hún á annað borð til staðar.

Því slíkt gerir fullorðið fólk á dauðans alvöru tímum.

Ef ekki þá er Guðni vonandi tilbúinn með þingrof og nöfn í nýrri utanþingsstjórn.

Röksemd, viðrini stjórna aldrei frjálsri þjóð á neyðartímum.

Ef ekki, þá þarf þjóðin að losa sig við þetta lið.

Allt saman.

Því þá er ljóst að það þjónar öðrum herrum en henni.

Og ef einhver heldur að þetta sé skoðun, þá er það mikill misskilningur.

Þetta er bláköld staðreynd.

Frjáls þjóð líður aldrei valdarán sérhagsmuna á Ögurstundu.

Þess vegna mun héraðsdómur dæma með  þjóðinni.

Þess vegna myndi ríkisstjórnin setja neyðarlög gerði hann það ekki.

Þess vegna myndi Guðni rjúfa þing og boða til kosninga, jafnframt því að skipa starfsstjórn, ef ekki annað væri í stöðunni.

Vegna þess að það er ekkert annað í boði.

Þjóðin líður ekkert annað.

Þess vegna mun ekkert gerast.

Jú, nema að sóttvarnir á landamærum verða hertar.

Því þar er heldur ekkert annað í boði.

Kveðja að austan.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir