5 C
Grindavik
6. maí, 2021

„Okkur líst vel á vertíðina“

Skyldulesning

Bergey VE 144. Aflabrögðin hafa verið með ágætum.

Ljósmynd/Egill Guðni Guðnason

Aflabrögðin hafa verið með ágætum á Bergey VE og Vestmananey VE að undanförnu. „Hér eru menn ágætlega brattir og okkur líst vel á vertíðina,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins.

Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins, að Eyjarnar lönduðu báðar fullfermi í sunnudagsmorgun og héldu síðan til veiða á ný í hádeginu. Skipin höfðu farið út á fimmtudag og komið til hafnar á laugardag eftir að hafa aflað vel.

„Það þykir gott að þurfa ekki tvo sólarhringa til að fylla skip eins og okkar. Þau voru að veiða hérna við Eyjarnar og aflinn var blandaður, en þessa dagana leggjum við einmitt mikla áherslu á blandaðan afla. Við erum komnir í vertíðargírinn og hér eru menn bjartsýnir,“ segir Arnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir