5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Ökumenn í vímu og á hraðferð

Skyldulesning

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt á höfuðborgarsvæðinu, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru einnig staðnir að ítrekuðum akstri sviptir ökuréttindum. Annar þeirra reyndist einnig vera eftirlýstur og var því vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi og nótt. Sá er hraðast ók mældist á 151 km/klst á Vesturlandsvegi þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Innlendar Fréttir