Ökuníðingur slapp frá lögreglunni því Tesla-lögreglubíllinn varð rafmagnslaus – DV

0
119

Rafmagnsbílar eru framtíðin og hasla sér sífellt stærri völl enda flestir meðvitaðir um að þeir eru betri fyrir umhverfið en bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. En helsti vandi rafmagnsbíla er drægi þeirra en mörgum finnst það ekki nægilega mikið. En þróunin á því sviði er hröð og drægið eykst eftir því sem tækninni fleygir fram.

Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók Teslur í sína þjónustu fyrir nokkrum árum og fyrir fjórum árum lenti hún í því að ökuníðingur slapp frá henni því Teslan, sem lögreglumennirnir notuðu við eftirförina, varð rafmagnslaus.

Um Tesla Model S bíl var að ræða. Uppgefið drægi þessarar tegundar á þessum tíma var 420 til 560 km á hleðslunni. En þegar hratt er ekið, minnkar drægið mjög.

Þessu komst lögreglan að í umræddri eftirför. Lögreglubifreiðinni var ekið á allt að 193 km/klst birtust skilaboð í mælaborðinu um að hleðslan væri að verða búin og þar með lauk eftirförinni.

The Mercury News komst yfir hljóðupptöku af samskiptum lögreglumanna við stjórnstöðina. Þar kom fram að aðeins væru 9 km eftir og því myndi ökuníðingurinn væntanlega sleppa. Því næst var þögn í smá stund þar til heyrðist að nú yrði að fara með bílinn á hleðslustöð ef takast ætti að komast aftur á lögreglustöðina.

Ökuníðingurinn slapp.