7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Ólæsu strákarnir hennar Lilju ráðherra

Skyldulesning

Ólæsir strákar fara í iðnnám. Þeir ráða einfaldlega ekki við bóknám til stúdentsprófs. Lilja ráðherra mennta ætlar að bjarga málinu með því að hleypa ólæsu strákunum með iðnskólapróf beint í háskóla frá og með næsta ári. Þá fáum við ólæsa sérfræðinga með háskólapróf.

Bitamunur en ekki fjár, kynnu sumir að segja. Háskólaelítan er ólæs á einföldustu hluti í náttúrunni og trúir þeirri sænsku Grétu að veðurfar sé manngert. Aungvu að síður: sérfræðingar eiga að kunna að lesa.

Lilja og ráðuneyti hennar tipla á tánum í kringum þá staðreynd að kvenmenning grunnskóla er stráka lifandi að drepa.

Nýjasta dæmið er frétt menntamálaráðuneytisins um skráningu nemenda í framhaldsskóla í haust. Uppslátturinn er að 31 prósent skrá sig í starfsnám. Ef flett er upp á heimildinni fyrir frétt ráðuneytisins kemur í ljós að tveir af hverjum þremur nemendum skráðum i iðnnám (starfsnámi) eru strákar.

Ekki nóg með það. Ólæsu strákarnir fylla líka undirbúningsnámið í framhaldsskólum en þangað fara þeir sem koma úr grunnskóla óhæfir í eðlilega námsframvindu. Í heimildinni, sem er frá Menntamálastofnun stendur þetta skýrum stöfum:

Þar sést að karlkyns nemendur sækja mun heldur í starfsnám en kvenkyns nemendur. Auk þess er hærra hlutfall karlkyns nemenda í undirbúningsnámi og á starfsbrautum. Kvenkyns nemendur eru hins vegar fjölmennari í almennu bóknámi.

Starfsbrautir eru, skyldi einhver ekki vita það, fyrir fatlaða. Af ástæðum, sem þyrfti að skýra, eru tvöfalt fleiri strákar en stelpur á námsbraut fatlaðra. Náttúran bjó ekki svo um hnútana að annað kynið sé tvöfalt fatlaðra en hitt. 

Strákarnir okkar eru í verulega slæmum málum. Lilja, þú ert á vaktinni.

Málið er flókið og viðamikið og verður ekki leyst í einni hendingu. Við verðum að viðurkenna að grunnskólinn stuðlar að ójafnrétti kynjanna. Það hallar á drengi og það ekki lítið. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir