Ólafur Helgi áfram formaður stjórnar SFS

0
230

Ólafur Helgi Marteinsson formaður SFS. Árni Sæberg

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var kjörin á aðalfundi samtakanna í Hörpu í morgun.

Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammi hf. veður áfram formaður stjórnar SFS, en hann hefur gegnt formennsku stjórnarinnar síðan 2020, þegar hann tók við af Jens Garðari Helgasyni.

Stjórnarmenn eru:

Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar – Þinganess hf. Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Gjögurs hf. Bergur Þór Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks ehf. Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International hf. Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar hf. Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. Hákon Þröstur Guðmundsson, útgerðarstjóri Samherja Íslandi ehf. Heiðar Hrafn Eiríksson, aðalbókari Þorbjörns hf. Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis ehf. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. Kristján G. Jóakimsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Linda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Bacco Seaproducts ehf. Rögnvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf. Viðar Elíasson, framkvæmdastjóri Narfa ehf  Ársfundur SFS fer einnig fram í Hörpu í dag klukka 13.