4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Ólafur Helgi boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara

Skyldulesning

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og það sama á við um tvo starfsmenn embættisins. Starfsmennirnir hafa verið sendir í leyfi vegna rannsóknarinnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist ekki hafa staðfestar heimildir fyrir hvert sakarefnið sé en blaðið segist hafa heimildir fyrir að starfsmennirnir hafi verið kallaðir á fund lögreglustjóra í haust til að ræða meint trúnaðarbrot.

Ólafur Helgi tók við starfi sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu eftir að hann lét af störfum sem lögreglustjóri í ágúst. Miklar deilur höfðu verið innan embættisins um sumarið og þar á undan var mikið um samskiptaörðugleika. Aðstoðarsaksóknari, mannauðsstjóri og yfirlögfræðingur embættisins fóru þá í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu við Ólaf Helga undan einelti.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að meint trúnaðarbrot snúi að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar. Í því fór hann meðal annars fram á að ráðuneytið skoðaði veikindaleyfi yfirmanna nánar og sagði að með ólíkindablæ að yfirmennirnir hafi veikst samtímis eftir að hafa lent í deildum við lögreglustjóra. Ólafur Helgi vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir