5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Óli harðorður: „Er hann með sannanir eða nægilega sterk rök til þess að styðja þessar ásakanir?“

Skyldulesning

„Ég ætla að byrja á því að vekja athygli á því að í verstu tilfellum getur einelti leitt til sjálfsvígs,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Óli Stefán Flóventsson í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Óli Stefán var rekinn úr starfi hjá KA á þessu ári en hefur tekið Sindra í neðri deildum, þar þjálfaði hann áður. Pistlar Óla vekja oftar en ekki athygli en í þessum pistli tallar hann um einelti oog sálfsvíg.

„Það á alltaf að hafa fókusinn á eineltis-hegðun því afleiðingar eineltis geta verið skelfilegar. Rannsóknir í Bretlandi sýna að sjálfsvígstíðni hefur aukist mikið meðal ungra kvenna frá árinu 2012 og má því velta því fyrir sér að aukin notkun samfélagsmiðla og eineltishegðun þaðan hafi áhrif á þá aukningu,“ segir Óli. „Sjálfsvíg er algengasta dánarorsok karlmanna 45 ára og yngri þar í landi.“

Óli skrifaði pistil um einelti fyrr í mánuðinuum en hann segist hafa fengið áhugaverð viðbrögð síðan þá. „Meðvitað ákvað ég að fylgjast vel með umræðunni og því hvernig þessum pælingum mínum yrði tekið. Ekki kom það á óvart að einhverjir færu á afturlappirnar á meðan aðrir sýndu auðmýkt og skilning. Ég hef líka tekið eftir því að ég gerði kannski ekki nógu skilgreinilegan mun á samfélagsmiðlum (Podcasti) og fjölmiðlum. Ég þekki ekki nógu vel hvar podcast liggur í þessu öllu saman en í gær heyrði ég að eitthvað podcastið átti að skrá sem fjölmiðil. Er nema von að vitlaus kálfurinn (ég) misskilji þetta eitthvað.“

„Hann þótti ekki nógu fríður“

Óli segir að blaðamennska hafi alltaf heillað hann. „Ég var sjálfur að pæla í að fara í þá átt þegar að ég var að skoða menntun á sínum tíma. Víðir Sigurðsson, Arnar Björnsson, og fleiri af gamla skólanum sem skila fréttinni á þann hátt að lesandinn/hlustandinn er upplýstur eftir vel vandaða og rökstudda vinnu. Þeir eru dæmi um góðan blaðamann að mín mati,“ segir hann og heldur áfram.

„Einelti á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum er svo risastórt hugtak að við náum ekki lengur utan um rétt og rangt í þessu. Í Bretlandi er búið að safna um milljón undirskriftum þar sem kallað er eftir hertum viðurlögum gegn net ofbeldi og einelti eftir að sjálfsvígstíðni sem rekja má til „Cyber Bullying“ óx. Caroline Flack „media bullying petition“ var sett í gang eftir að sjónvarpsstjarnan Caroline Flack fyrirfór sér eftir stöðugt neikvætt áreiti/einelti á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum,“ segir Óli og nefnir annað dæmi um einelti á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum í Bretlandi.

„Luke Chadwick varð skotspónn fjölmiðla vegna útlits, hann þótti ekki nógu fríður. Chadwick náði sér aldrei á strik í fótboltanum eftir að hafa komist upp á efsta svið hjá Man Utd þar sem Alex Ferguson þjálfaði hann, hugsanlega vegna vanlíðan í kjölfar eineltis. Áratug seinna stígur hann fram með tilfinningar sínar og lýsir því hvernig honum leið og líður enn. Í kjölfarið komu einhverjir fram, sjá af sér og hafa beðist afsökunar.“

„Endurtekin neikvæð alhæfing og áframhaldandi grín“

Óli beinir næst skrifum sínum að hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football sem er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar. „Podcast þátturinn Dr.Football er rekinn af náunga sem ég þekki nokkuð vel. Alltaf hefur mér líkað við hann, bæði í persónu og eins í starfi. Við höfum unnið saman í þjálfun og er hann góður markmannsþjálfari,“ segir Óli um Hjörvar.

„Hans podcast er að mörgu leiti vel sett upp, það höfðar til margra og er engin tilviljun að þátturinn er eins vinsæll og hann er. Með þáttarstjórnanda eru tveir sérfræðingar. Ég þekki þá ekki persónulega en í gegnum þjálfun og feril sem leikmaður þekki ég þá af góðu einu. Það þarf ekki mikinn snilling í að skynja álit þeirra á mér og það er allt í góðu. Ég veit ekki til þess að ég hafi gert eitthvað á þeirra kostnað en það verður að liggja á milli hluta,“ segir Óli í pistlinum.

„Mér skilst að þegar þessi (eineltis) umræða mín var tekinn upp af þeim þá voru viðbrögðin á þá leið að grín var gert af mér og enn ein vitleysan alhæfð.


(Ég verð að taka það fram að ég hef sjálfur ekki hlustað heldur hefur mér verið bent á það.) Notað var að ég hafi ALLTAF verið á Höfn þannig að ég gæti nú ekki vælt yfir því að hafa verið rekinn frá KA. Þrisvar-fjórum sinnum í viku á ég að hafa verið á Höfn allan tímann sem ég þjálfaði á Akureyri. Endurtekin neikvæð alhæfing og áframhaldandi grín er nákvæmlega ein af skilgreiningum eineltis.“

„Enda þekkir hann vinnubrögð mín“

Óli segir að hann og konan hans geti staðfest að í þau 6 ár sem hann var í fjarbúð var hann sjaldnast hjá fjölskyldu sinni yfir tímann sem hann var hjá KA. „Ég var hins vegar mikið frá vegna þjálfara-náms í Noregi. Árið 2019 fór ég tíu sinnum erlendis vegna námsins. Í umræðunni hefur þessi fjarvera öll blandast saman í eina móðu, Höfn, námið og Covid tíminn ( þegar öllu var lokað í mars, en þá var ég hjá fjölskyldu minni.)“

Næst talar Óli um Þorstein Magnússon markmannsþjálfara en hann kom við í verslun á Akureyri í sumar. „Hann ræddi þar við starfsmann verslunarinnar og fljótlega barst talið að fótbolta,“ segir Óli. „Þar fullyrti starfsmaðurinn við Þorstein að ég hafi aldrei verið í vinnunni, aðstoðarþjálfarar mínir hafi bara séð um æfingarnar. Þorsteinn, sem áður hefur unnið með mér í tvö ár, reiddist enda þekkir hann vinnubrögð mín og veit nákvæmlega hvernig þetta var á Akureyri.


Starfsmaðurinn sagði svo á endanum að þetta segir Dr.Football allavega.“

„Ekki hefur Bjarni Jó svarað þessum ásökunum opinberlega“

Óli segir að stjórnendur Dr. Football hafi aldrei leitað eftir svörum hjá sér varðandi málið. „Þegar að einn sérfræðingurinn hjá Dr.Football var rekinn úr starfi sínu sem þjálfari á dögunum, fékk hann einka þátt af Dr.Football, neyðar þátt,“ segir Óli og bendir á að hann hafi ekki fengið slíkan þátt.

„Og ég veit ekki til þess að Bjarni Jóhannsson hafi fengið möguleika á að svara fyrir ljótar ásakanir í þessum þætti. „Bjarni Jó hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér“ var svo fyrirsögn fotbolti.net sem var tekið úr þessu „neyðarpodcasti“ Þessi frétt var mest lesna fréttin frá hádegi á föstudegi til sunnudags og var m.a vinsælli en fréttin um að Eiður Smári væri ráðinn þjálfari FH (Staðfest). Ekki hefur Bjarni Jó svarað þessum ásökunum opinberlega, ég veit ekki hvort einhver hefur haft áhuga á að leita eftir hans svörum.“

„Einelti er dauðans alvara!“

Óli ber þetta saman við fráfarandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. „Repúblikinn Donand Trump kallar kosningasvindl nógu oft til þess að milljónir manna trúi honum og fylgi honum út í eitt. Hans skoðun er sú, að af því að tapaði kosningunum hljóti að hafa verið svindlað. Er hann með sannanir eða nægilega sterk rök til þess að styðja þessar ásakanir? Þær hafa allavega ekki komið fram ennþá. Skiptir það kannski engu máli ??“

Að lokum segir Óli að einelti sem leiðir til sjálfsvígs veki fólk alltaf til umhugsunar. „Hegðun á samfélagsmiðlum er nánast sjórnlaus og normið svo út úr kortinu að við höldum að framkoma þar hafi ekki afleiðingar. Hegðunin þar getur haft mjög slæmar afleiðingar. Einelti er dauðans alvara!“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir