2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Óli Jó væri til í tvo leikmenn til viðbótar – ,,Ég fer ekki inn í mót nema til þess að vinna það“

Skyldulesning

Ólafur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs FH, segist þurfa frekari styrkingu í leikmannahóp sinn svo hópurinn verði eins og hann vill hafa hann. FH hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu og Ólafur vonar að það FH sé að færast nær því að verða samkeppnishæfir.

Ólafur hefur fimm sinnum stýrt sínum liðum til sigurs í Íslandsmótinu og veit hvað hann syngur í þessum efnum.

,,Ég þarf smá styrkingu við þetta lið, ef það tekst þá tel ég okkur alveg samkeppnishæfa um að vinna þetta mót, klárlega. Ég fer ekki inn í mót nema til þess að vinna það en svo þarf maður náttúrulega að vera raunsær líka, líta yfir hópinn sinn og á þessari stundu vantar styrkingu svo hann sé eins og ég vil hafa hann.“

,,Hópurinn okkar er þokkalega stór en inniheldur einnig mjög unga stráka sem hafa ekki nægilega mikla reynslu þess að fara af stað inn í svona lagað en eru þó nauðsynlegir með. Ég væri til í að fá inn tvo leikmenn til viðbótar.“

FH hefur ekki verið að gera það sem félagið vill gera undanfarin ár, það er að segja að vinna titla. Liðið endaði í 6. sæti deildarinnar á síðasta tímabili en nú er stefnt að því að gera betur. Ólafur segist vona það að hann sé á leið í rétta átt með liðið.

,,Ég vona að við séum að færast nær því að verða samkeppnishæfir um að vinna til titla og það er náttúrulega markmiðið,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH í þættinum 433.is sem var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi.

video

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir