6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi

Skyldulesning

Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið ef svo fer en samkvæmt verklagi Veðurstofunnar yrði þá birt spá um gasmengun samfara veðurfréttum.

Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem var efnt til í dag eftir að bera fór á óróapúlsi suður af Keili. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið.

„Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár og miðað við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp úr svona að þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. 

Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir