8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Ólíklegt að Jóhann Berg spili um helgina

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin …

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár.

AFP

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, er tæpur vegna meiðsla þessa dagana og því ólíklegt að hann spili með Burnley þegar liðið heimsækir Arsenal á sunnudaginn kemur.

Þetta staðfesti Sean Dyche, stjóri Burnley, á blaðamannafundi í morgun en Jóhann Berg hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin tvö tímabil.

Jóhann, sem er þrítugur að árum, hefur einungis byrjað þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og þá byrjaði hann einungis sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Burnley hefur verið í miklu basli í upphafi tímabilsins en liðið er með 6 stig í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Innlendar Fréttir