8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Ólíklegt að plöntur láti gabba sig

Skyldulesning

Fallegurkrókus að vori.

Fallegurkrókus að vori.

mbl.is/Jim Smart

Þrátt fyrir hlýindi undanfarið miðað við árstíma er ekki líklegt að krókusar gægist upp úr moldinni eða brum taki við sér á sunnanverðu landinu því flestar plöntur eru í djúpum vetrardvala um þessar mundir, segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur.

Það sé ekki einungis hitastigið sem segi plöntum til um árstíðina, skortur á birtu hjálpi líka til við að stilla þær af í dvalanum.

Guðríður segir harla ólíklegt að plöntur lifni óvænt upp á þessum tíma. Hins vegar, ef svona vetrarhlýindi verði þegar fari aðeins að birta, geti innfluttar plöntutegundir látið gabba sig.

Marga daga fyrstu 15 daga desember hefur hiti á suðvesturhorninu farið í 7-8 stig yfir hádaginn. Meðalhiti mánaðarins það sem af er er 2,6 stig í Reykjavík. Það er 1,6 stigum ofan meðallags fyrri hluta desember 1991 til 2020 og 2,4 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára, samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. aij@mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir