2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Ólíklegt að rannsókn á hópsmiti ljúki á þessu ári

Skyldulesning

Landakot.

Landakot.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólíklegt er að rannsókn embættis landlæknis á hópsmitinu sem varð á Landakoti ljúki fyrir áramót. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi.

Ástæðan fyrir þessu er sú að verkefnið er flókið og mikið álag er á heilbrigðisþjónustunni, meðal annars á embætti landlæknis.

Hún sagði að hún hafi fundað með landlækni og forstjóra Landspítala daginn sem skýrslan um Landakot var birt til að hægt væri að fara yfir þær úrbætur sem þegar eru hafnar á Landspítala en sumar þeirra voru farnar af stað þegar smit kom upp í vor.

Sumar varða aðstöðu starfsmanna, aðrar húsnæði, aukna varkárni við að fara á milli deilda, aukin þrif og skimanir.  

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

mbl.is/Eggert

Þetta sagði Svandís í svari við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um hvort hún hafi ekki verið meðvituð áður en hópsmitið á Landakoti kom upp um að húsakostur og undirmönnun spítalans væri langt fyrir neðan öryggiskröfur um heilbrigðisstofnanir.

 Svandís sagði gríðarlega mikla vinnu liggja að baki því að vernda okkar viðkvæmasta fólk í kórónuveirufaraldrinum. Atvikið á Landakoti sé grafalvarlegt og það sé hræðilegt að fólk hafi dáið. „Þessi veira smokrar sér í gegnum hvaða girðingar sem er,“ sagði hún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir