Öll ellefu framboðin sem bárust fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í gær voru úrskurðuð gild í hádeginu í dag af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí og verða kjörstaðir í Reykjavík opnir kl. 9 til 22, að því er segir í tilkynningu frá borginni.
Framboðlistarnir eru eftirtaldir:
B-listi Framsóknarflokksins
C-listi Viðreisnar
D-listi Sjálfstæðisflokksins
E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar
F-listi Flokks fólksins
J-listi Sósíalistaflokks Íslands
M-listi Miðflokksins
P-listi Pírata
S-listi Samfylkingarinnar
V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Y-listi Ábyrgrar framtíðar