3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Olli stórfelldu líkamstjóni

Skyldulesning

Lögreglan veitti manninum eftirför eftir að hann neitaði að virða …

Lögreglan veitti manninum eftirför eftir að hann neitaði að virða merki lögreglunnar um að stöðva. Myndin er úr safni.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið stolinni bifreið á Reykjanesbraut föstudaginn 17. janúar í fyrra undir áhrifum vímuefna með þeim afleiðingum að bifreiðin rakst á annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Það olli stórfelldu líkamstjóni á ökumanni og farþega sem var einnig í bílnum. 

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að maðurinn hafi verið ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna vímuefnaneyslu og auk þess ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Þá hafi hann á köflum ekið á röngum vegarhelmingi. Það leiddi til þess að bifreiðin rakst á annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt. 

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að við ákvörðun refsingar hafi m.a. verið litið til þess að um hegningarauka væri að ræða við 17 mánaða áður dæmda refsingu og var manninum gerð 7 mánaða viðbótarrefsing. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt og dæmdur til greiðslu 4.000.000 króna miskabóta. Fram kemur í dómnum að til frádráttar refsingunni komið gæsluvarðhald frá 19. janúar til 4. maí 2020. 

Reyndi að stinga lögregluna af á ofsahraða en missti stjórn á bílnum

Héraðssaksóknari ákærði manninn 4. mars sl. fyrir fjölmörg brot. M.a. fyrir að taka bifreið ófrjálsri hendi í Reykjavík föstudagskvöldið 17. janúar 2020. Hann ók heimildarlaust um götur Reykjaness, sviptur ökurétti og ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja. Þá sinnti hann ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina svo að eftirför lögreglu hófst. 

Maðurinn reyndi þá að stinga lögregluna af á ofsahraða, ók m.a. á um 140 km hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 70 km hraði á klukkustund. Á Sandgerðisvegi missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, sem fyrr segir. 

Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir dómi játað undanbragðalaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Hann samþykkti ennfremur framlagða bótakröfu. 

Olli stórkostlegu og varanlegu heilsutjóni

Dómarinn segir að brot mannsins séu alvarleg og hafi valdið stórkostlegu og varanlegu heilsutjóni hjá tveimur konum sem voru í bifreiðinni sem kom úr gagnstæðri átt. Dómarinn horfði þó til þess að maðurinn gekkst greiðlega við sök og féllst á greiðslu fullra miskabóta. 

Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði frá 19. janúar til 4. maí. Þar var hann í góðum samskiptum við aðra fanga og fangaverði. Tekið er fram í dómnum að hann hafi verið iðinn við vinnu, stundað nám í bataskólanum, tekið virkan þátt í AA-starfsemi og sé nú formaður sinnar AA-deildar og skili því starfi með sóma. 

„Af umsögninni má ætla að betrunarvist ákærða hafi skilað árangri og að hann vilji hverfa af fyrri braut,“ segir í dómi héraðsdóms.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að dæma manninn í 7 mánaða fangelsi, svipta hann ökurétti ævilangt og skal hann greiða fjórar milljónir í miskabætur. Honum er ennfremur gert að greiða 3,5 milljónir í sakarkostnað. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir