7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað

Skyldulesning

Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur.

„Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“

Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman.

Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars.

Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar.

Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar.

Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar.


Tengdar fréttir


Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.


Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí.


Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir