Gylfi Einarsson var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld. Á meðal þess sem þeir ræddu í þættinum var 3:1-sigur Manchester United á West Ham í gær.
Hrósuðu þeir Bruno Fernandes í hástert í leiknum en Portúgalinn kom inn á í hálfleik og gjörbreyttist leikur United með innkomu hans.
Þá komu þeir líka inn á jöfnunarmark United sem Paul Pogba skoraði, en það átti ekki að standa þar sem boltinn fór úr leik í aðdragandanum. Þrátt fyrir skoðun í VAR stóð markið og United bætti við tveimur mörkum.
Umræðurnar má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.