4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Ólsarar búnir að finna eftirmann Guðjóns Þórðarsonar

Skyldulesning

Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi Ólafsvík sem leikur í Lengjudeild karla. Gunnar semur við félagið til tveggja ára.

Gunnar þjálfaði Kára frá Akranesi í 2. deild karla á síðasta tímabili en hann hafði áður þjálfað Leikni Reykjavík og yngri flokka hjá Val.

„Sem leikmaður átti Gunnar afar farsælan feril en hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu, þrívegis með KR og einu sinni með Val. Alls á hann 236 leiki að baki í meistaraflokki hér á Íslandi. Gunnar lék einnig sem atvinnumaður í Hollandi og á Englandi og þá á hann einn A-landsleik að baki fyrir Íslands hönd,“ segir í tilkynningu frá Víking Ó sem birt var á facebook.

Víkingur Ó. endaði í 9. sæti Lengjudeildar karla á síðasta tímabili, liðið náði í 19 stig úr 20 leikjum.

Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings Ó. í knattspyrnu. Gunnar tekur við liðinu af Guðjóni…

Posted by Víkingur Ólafsvík on Tuesday, November 24, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir