2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Ómar Ingi markahæstur í tapi í toppslagnum

Skyldulesning

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Íslendingalið Magdeburg beið lægri hlut fyrir Kiel í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Eins og oftast áður var Ómar Ingi Magnússon allt í öllu í sóknarleik Magdeburgar og endaði leikinn sem markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk úr fjórtán skotum.

Norski leikstjórnandinn Sander Sagosen var sömuleiðis allt í öllu hjá Kiel og gerði níu mörk líkt og Ómar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði eitt mark fyrir Magdeburg.

Leiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 25-30 en Kiel leiddi með tveimur mörkum í leikhléi, 15-17.

Þrátt fyrir tapið hefur Magdeburg enn fjögurra stiga forystu á Kiel auk þess að eiga leik til góða en þetta var aðeins annað tap Magdeburg á leiktíðinni.

Á sama tíma í Póllandi unnu Haukur Þrastarsson og félagar í Kielce öruggan tólf marka sigur á Kwidzyn, 23-35, þar sem Haukur skoraði tvö mörk.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir