4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Ómar Ingi og Gísli mikilvægir í öruggum sigri

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson.
vísir/getty

Fjórir íslenskir handknattleiksmenn stóðu í ströngu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon gerðu þrjú mörk hvor þegar Magdeburg vann öruggan sigur á Nordhorn, 28-20.

Balingen átti ekki erindi sem erfiði þegar liðið fékk Fuchse Berlin í heimsókn. Berlínarrefirnir tóku snemma öll völd og unnu að lokum níu marka sigur, 19-28.

Oddur Gretarsson gerði tvö mörk úr þremur skotum fyrir Balingen.

Þá gerði Janus Daði Smárason eitt mark fyrir Göppingen þegar liðið tapaði illa fyrir Melsungen á heimavelli, 23-30.

Innlendar Fréttir