Ömurlegt tíðindi berast af Alfreð – Ekki meira með á tímabilinu og landsleikir líklega í hættu – DV

0
124

Alfreð Finnbogason framherji Lyngby og íslenska landsliðsins hefur spilað sinn síðasta leik með danska félaginu á tímabilinu.

Alfreð fór úr axlarlið í 1-1 jafntefli gegn Silkeborg í danska boltanum í gær.

Þessi öflugi framherji hafði meiðst nokkuð illa fyrir áramót en komið sterkur til baka og virtist nálgast sitt besta form.

Alfreð hefur komið að sex mörkum í tíu leikum í efstu deild í Danmörku á þessu tímabili.

Nú er ljóst að Alfreð spilar líklega ekkert meira með Lyngby á tímabilinu og óvíst er hvort hann getur tekið þátt í tveimur landsleikjum í júní.

Lyngby berst fyrir lífi sínu í danska boltanum en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.