4 C
Grindavik
9. maí, 2021

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

Skyldulesning

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og véla- og orkuverkfræðingur, tjáði sig fyrir helgi um OnlyFans umræðuna sem hefur tröllriðið landanum undanfarið. Ummæli Katrínar vöktu afar mikla athygli, mikill fjöldi fólks tók undir með gagnrýni hennar en á meðan var mikill fjöldi fólks á móti gagnrýninni og fékk hún að heyra það frá mörgum í kjölfar ummælanna.

Fyrr í vikunni stigu Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson fram í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þau starfrækja sitt hvora síðuna á OnlyFans og selja þar kynlífsmyndir og myndbönd.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Algengasta efnið þar inni er erótískt, en það er þó allur gangur á því.

Í viðtalinu ræddu Ósk og Ingólfur mikið um OnlyFans en þau töluðu hispurslaust um miðilinn. Viðtalið vakti afar mikla athygli og var fjallað um það á flestum fjölmiðlum landsins.

„Finnst þetta svo óheilbrigt og vont fyrir ungar stelpur“

Gagnrýni Katrínar Eddu snerist helst um það að umræðan um OnlyFans, bæði í viðtalinu og almennt, hefur verið afgerandi jákvæð hér á landi. Fannst henni vera skortur á því að skuggahliðar miðilsins væru ræddar.

Katrín Edda sagðist þó ekki vera að dæma fólk í þessum iðnaði. „Ég dæmi ekki heldur konur sem eru í vændi. En mér finnst sorglegt að konum finnist þær þurfa að fara í þennan iðnað. Persónuleg skoðun mín er að ég held að það sé ekki til neitt sem heitir hamingjusöm vændiskona. Mér finnst út í hött að taka þetta fólk í viðtal og reyna að gera þetta eins og þetta sé algjört draumastarf. Bara „græða 15 milljónir, rosa gaman og æði,““ segir Katrín Edda.

„Finnst þetta svo óheilbrigt og vont fyrir ungar stelpur að hlusta á svona. Ég var sturluð og ýkt og skrýtin í hausnum þegar ég var yngri, hver veit nema ég hefði látið mana mig í þetta og fundist þetta góð hugmynd.“

Lesa meira: Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Gagnrýni úr báðum áttum

Bæði Ósk og Ingólfur gagnrýndu ummæli Katrínar Eddu harðlega og uppskáru þau bæði mikla athygli á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Fjöldinn allur af fólki birti færslur þeim og öðru fólki í þeirra starfsstétt til stuðnings.

Á sama tíma voru margir sem tóku undir með Katrínu. Má þar helst nefna fjölmiðlakonuna Evu Laufey Kjaran, athafnakonuna Manuelu Ósk og Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is.

„Ég vil ekki að neinum líði illa“

Nú virðist þó vera sem stríðsöxin hafi verið grafin. Bæði Ósk og Ingólfur deildu eftirfarandi á Instagram-síðu sína í gær: „Hææ allir, við Katrín Edda erum búin að ræða málin og erum öll sátt og það eru engir óvinir hér. Við ætlum öll að vinna saman í að fræða fólk um kosti og galla klámiðnaðarins.“

Katrín Edda segir svo á Instagram-síðu sinni að hún hafi beðið Ósk og Ingólf afsökunar þegar hún heyrði að ummælin hennar höfðu valdið þeim vanlíðan. „Ég bað Ósk og Ingó áðan persónulega innilega afsökunar þegar ég heyrði að upplifun þeirra á minni umræðu hefði valdið þeim vanlíðan því það var alls ekki mín tilætlan,“ segir Katrín.

„Ég vil ekki að neinum líði illa. Einnig ítrekaði ég að ég hafi alls ekki meint neitt persónulega gegn þeim eða um þau yfirhöfuð heldur voru dæmin sem ég notaði til að sýna að spyrlar þáttarins hefðu haft umræðuna fremur einhliða sem og fjölmiðlar.

Ég sagðist vona að þau myndu skilja mína hlið og myndu hjálpa mér og okkur öllum að læra að þekkja þeirra heim svo allir geti verið upplýstir bæði um skuggahliðar OnlyFans sem þau tóku bæði mjög vel í, mér til mikils léttis.“

„Skammastu þín“

Þrátt fyrir að Ósk, Ingólfur og Katrín séu búin að sættast er umræðan langt frá því að vera búin á samfélagsmiðlum. Nú beina Ósk og Ingólfur aðallega reiði sinni að Manuelu Ósk en þeim finnst að Manuela skuldi þeim afsökunarbeiðni fyrir druslusmánun (e. slut shaming).

„Skammastu þín. Það að slutshamea er aldrei í lagi!“ segja bæði Ósk og Ingólfur á Instagram-síðum sínum og fleiri hafa deilt texta þeirra áfram í von um að Manuela sjái hann. „Ættir að biðja allar konur afsökunar á því sem þú settir í story í gær. Trúi ekki að fullorðin kona tali svona um annað fólk.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir