1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Opið fyrir tilnefningar til verðlauna FKA

Skyldulesning

Frá síðustu viðurkenningahátíð FKA, fyrr á þessu ári.

Frá síðustu viðurkenningahátíð FKA, fyrr á þessu ári.

Ljósmynd/FKA

Búið er að opna fyrir tilnefningar fyrir árlega viðurkenningahátíð Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, sem fram fer þann 27. janúar á nýju ári. Hægt er að tilnefna konur til þriggja verðlauna; viðurkenningarverðlaun, þakkarverðlaun og hvatningarverðlaun. 

Hægt er að tilnefna konur til verðlauna inni á vef félagsins þar sem nálgast má fleiri upplýsingar um viðurkenningahátíðina.

Í dómnefnd í ár sitja eftirfarandi:

  • Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn. Áslaug er formaður dómnefndar.
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar.
  • Hilmar Garðar Hjaltason hjá Vinn-vinn
  • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og meðlimur í stjórn Orku náttúrunnar.
  • Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og Podify.
  • Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.

Meðal þeirra sem unnið hafa til verðlauna áður á viðurkenningahátíð FKA eru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, Hillary Rodham Clinton, forsetaframbjóðandi og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.

Innlendar Fréttir