10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Opinber gögn og einkagögn – hvað má nota?

Skyldulesning

assange-rw-snodenSpurningin hefur legið í loftinu hvar mörkin liggja hvað varðar nýtingu gagna sem ekki eru fengin með beinlínis löglegum hætti.

Ég held að það verði að gera greinamun á opinberum gögnum sem uppljóstrari hefur aflað og deilir og stolin gögn fengin úr fórum einstaklings sem beittur var ofbeldi.

Snúum okkur fyrst að blaðamönnum og gögn sem þeir nota, hvar liggja eiginlega mörkin? Veit ekkert hvað er satt í þessu fræga máli; meinta morðtilræði og farsíma sem stolinn var.  En segjum svo sem er, að þetta sé satt að reynt hafi verið að drepa skipstjóra (eiturbyrlun er morðtilraun) og farsíma hans stolið, þá réttlætir ekkert þær gjörðir blaðamanna að nota illa fengin gögn fengin með ólöglegum hætti. Ótrúlegt en satt, er að sumir (ekki t.d. blaðamenn DV) blaðamenn réttlæta slíkan gjörnað.Annað væri kannski í lagi ef t.d. ríkisstarfsmaður flettir af spillingu ríkisstjórnar, svo að dæmi sé tekið, og lætur blaðamenn fá gögn í hendur. 

Blaðamenn verða eins og lögreglumenn að fara eftir lögum landsins. Siðferðislega séð, þá held ég enginn, ekki einu sinni blaðamenn sjálfir, vilji að einhverjir gramsi í einkalífi þeirra sem farsími er í dag.

Svo er það hin hliðin, þegar uppljóstrarar eins og Assange og Snowden, eru að birta opinber gögn og flétta af samsærum og lögbrotum. Mér skilst að þeir njóti ákveðina réttinda í BNA og á Vesturlöndum.  Sum sé opinber gögn sem uppljóstrari deilir til að flétta af lögbroti verus einkagögn sem aflað er með lögbroti. Athugum að lögreglan getur ekki notað ólöglega öflug gögn við rannsókn afbrota í Bandaríkjunm. Geri ráð fyrir að svo sé einnig á Íslandi.

Tökum dæmi af einstaklingi sem gengur eftir götu en lendir á ofbeldismanni sem rotar hann (eða drepur) og tekið farsíma af honum. Ofbeldismaðurinn sér að í farsímanum er merkileg gögn sem eiga að heita varða almannahagsmuni. Hann selur fréttamanni gögnin eða afhendir honum farsíma. Á að leyfa nýtingu stolina gagna úr farsímanum? Hvar er til dæmis friðhelgi einklífsins fórnalambsins og er hægt að hefja mál á afbroti?

Ætla ekki að dæma um þessi mál, nema að benda á að þetta er hárfín lína sem menn, blaðamenn og uppljóstrar, verða að passa sig á að detta ekki af. Þetta eru ekki svart hvít mál en einhvers staðar hljóta að liggja mörk.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir