Opnar sig um gerð alræmda tónlistarmyndbandsins – Staðfestir að Robin hafi brotið á Emily – DV

0
133

Bandaríska fyrirsætan Elle Evans rifjar upp augnablikið þegar Robin Thicke braut á Emily Ratajkowski við tökur á „Blurred Lines“ tónlistarmyndbandinu. Elle var ein af fyrirsætunum sem lék í myndbandinu, ásamt Emily Ratajkowski.

Lagið „Blurred Lines“ kom út árið 2013 og sló í gegn á heimsvísu. Myndbandið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Á meðan karlmennirnir voru fullklæddir voru fyrirsæturnar berar að ofan og aðeins í nærbuxum. Texti lagsins var einnig gagnrýndur og er óhætt að segja að myndbandið sé í dag orðið alræmt.

Það komu út tvær útgáfur af myndbandinu; það sem var ekki ritskoðað – og hefur verið bannað á YouTube – og síðan ritskoðaða útgáfan sem má sjá hér að neðan.

Emily Ratajkowski gaf út bókina „My Body“ árið 2021 og í henni sakaði hún Robin Thicke um að hafa „gripið í brjóst“ hennar þegar hann stóð á bak við hana.

„Allt í einu, upp úr þurru, fann ég fyrir köldum og ókunnugum höndum einhvers halda utan um ber brjóst mín. Ég færði mig strax í burtu og horfði aftur fyrir mig á Robin Thicke,“ segir hún í bókinni.

Skjáskot af Elle, Robin og Pharell í myndbandinu. Elle Evans staðfestir frásögn Emily í samtali við Bustle og rifjar upp atvikið. Hún segir að andrúmsloftið á tökustað hafi breyst eftir atvikið en að enginn hafi talað um það, það var látið eins og ekkert hafi gerst. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, þegar Emily gaf út bókina, sem hún fór að horfa á atvikið í öðru ljósi.

„Ég man að Emily fór skyndilega. Framleiðsluteymið fór í smá rugl en mér var sagt að hún þyrfti að fara í flug,“ segir Elle.

Elle var 23 ára þegar hún lék í myndbandinu og ný í bransanum. Hún viðurkennir að hún samþykkti hvaða atvinnutilboð sem er á þessum tíma, þó svo að nekt væri hluti af því.

Skjáskot úr myndbandinu. Drukkinn og dónalegur Emily tjáði sig frekar um tökur á myndbandinu í bókinni. Hún sagði að hún hafi til að byrja með haft gaman á tökustað en Robin hefði síðan orðið drukkinn og dónalegur.

„Leikstjórinn, Diane Martel, kallaði og spurði hvort það væri í lagi með mig. Ég bar höfuðið hátt og yppti öxlum, forðaðist að mynda augnsamband og fann fyrir niðurlægingunni renna um æðar mínar. Ég brást ekki við, ekki þannig, ekki eins og ég hefði átt að gera,“ sagði hún.