3 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Orðinn sá leikjahæsti í sögunni

Skyldulesning

Sergio Ramos, miðvörður spænska landsliðsins í fótbolta og stórveldisins Real Madrid, er leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Evrópu. Metið sló hann í gær er Spánn gerði 1-1 jafntefli við Sviss í Þjóðadeilinni.

Ramos spilaði sinn 177. landsleik í gærkvöld og tók þar með fram úr ítalska markverðinum og goðsögninni Gianluigi Buffon. Ramos ætlaði svo sannarlega að fullkomna augnablikið í gærkvöld með því að skora.

Spánverjar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum og Ramos tók þær báðar. Í bæði skiptin varði Yann Sommer, markvörður Sviss, spyrnur Ramos og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hafði Ramos skorað úr 25 vítaspyrnum í röð.

Spánverjar mæta Þjóðvrjum þann 17. nóvember í hreinum úrslitaleik um sigur í 4. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar. Með sigri í þeim leik ætti hinn 34 ára gamli Ramos möguleika á að bæta enn einum titlinum á ferilskrán.

Ásamt þeim fjölda titla sem hann hefur unnið með félagsliði sínu þá var hann stór hluti af gullaldarliði Spánar sem vann Evrópumótin 2008 og 2012 ásamt því að vinna HM 2010.


Tengdar fréttir


Holland og Spánn mættust í æfingaleik í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar Nathan Aké fór meiddur af velli og Sergio Ramos jafnaði met Buffon yfir flesta landsleiki fyrir þjóð í Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir