10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Orðinn þreyttur á fagni Ronaldo – „Lykillinn að góðu fagni er að gera það ekki of oft“

Skyldulesning

Ronaldo á sitt eigið fagn og hefur notað það síðustu ár þegar hann skorar mörk eins og þekkt er. Hann hoppar þá upp, setur hendur út og öskrar ‘Siuuuuu’ þegar hann lendir á jörðinni.

Portúgalinn notaði þetta fagn í fyrsta skipi árið 2013 er hann spilaði fyrir Real Madrid og hefur hann fagnað mörkum sínum þannig allar götur síðan.

Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham tjáði sig um fagnið á dögunum og sagðist vera orðinn þreyttur á því og taldi að Ronaldo ofnoti þetta fagn. Sjálfur átti Crouch sitt fagn en hann sýndi það aðeins nokkrum sinnum.

„Hann þarf að gera okkur öllum greiða. Lykillinn að góðu fagni er að gera það ekki of oft,“ sagði Crouch í Daily Mail.

„Þú vilt ekki að fólk snúi sér við og segi ‘Úff hér kemur það aftur’.

„Ég fagnaði aðeins eins og vélmenni þrisvar. Þú verður að spara fagnið.“

This angle of Manchester United celebrating Ronaldo’s goal 🔥

(via @fredcaldeira)pic.twitter.com/KSlIlxiomL

— ESPN FC (@ESPNFC) December 2, 2021

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir