2 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Örlög Jóns Þórs rædd á fundi

Skyldulesning

Jón Þór Hauksson og forystufólk KSÍ mun að öllum líkindum síðar í dag setjast niður og ræða framtíð þjálfarans í starfi. Jón Þór lýkur sóttkví í dag ef niðurstaða úr COVID-19 prófi reynist neikvæð. Samkvæmt heimildum er stefnt að fundi síðdegis í dag til að fara yfir málið.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er óvíst með framtíð Jóns Þórs í starfi eftir að hafa komið liðinu inn á Evrópumótið í síðustu viku. Jón Þór gæti misst starf sitt á næstu dögum eftir miður skemmtilega uppákomu í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í síðustu viku. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi.

Meira:


Stelpurnar hafa lengi viljað losna við Jón Þór úr starfi

Samkvæmt heimildum DV fóru hlutirnir í þeim gleðskap fljótt úr böndunum eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum fékk yfir sig fúkyrði frá þjálfaranum. Starfsfólk KSÍ reyndi í nokkur skipti að koma Jóni Þóri upp á herbergi sitt á hótelinu en það gekk brösuglega.

Samkvæmt heimildum hefur forysta KSÍ rætt við leikmenn liðsins um málið, þær hafa sagt sína skoðun á því sem gekk á. Ákveðið var að bíða eftir því að Jón Þór losnaði úr sóttkví til að heyra hans hlið á málum frekar en að taka fjarfund um málið.

Þá segir Morgunblaðið frá því fyrr í dag að nokkrir leik­menn sem hafa verið fasta­kon­ur í ís­lenska landsliðshópn­um í knatt­spyrnu und­an­far­in ár íhuga nú að gefa ekki kost á sér í kom­andi landsliðsverk­efni, verði Jón Þór áfram þjálfari.

Innlendar Fréttir