5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Öruggt hjá Celta – Betis missti af stigum í Evrópubaráttunni

Skyldulesning

Tveimur leikjum er lokið í spænsku La Liga það sem af er degi. Celta Vigo sigraði Deportivo Alaves á útivelli. Elche og Real Betis skildu jöfn.

Celta afgreiddi Alaves á fyrstu 20 mínútum leiksins í dag með þremur mörkum. Iago Aspas var allt í öllu og lagði upp tvö ásamt því að skora sjálfur. Nolito og Santi Mina gerðu hin mörkin. Celta missti Jeison Murillo af velli með rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks. Florian Lejeune, fyrrum leikmaður Newcastle, minnkaði muninn fyrir Alaves í lok leiks. Lokatölur 1-3 fyrir Celta.

Celta siglir lignan sjó í 8.sæti deildarinnar en Alaves er á botninum, 3 stigum frá öruggu sæti.

Í næsta leik var komið að Elche og Real Betis að etja kappi. Borja Iglesias kom Betis yfir snemma í leiknum en Pere Milla jafnaði fyrir Elche þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð og nokkuð óvænt jafntefli staðreynd.

Betis er í 5.sæti deildarinnar, þó 9 stigum frá 4.sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Elche er í mikilli fallbaráttu, 2 stigum frá fallsæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir