Handbolti

Jan Christensen/Getty Images
Danska kvennalandsliðið í handbolta hóf EM með öruggum sjö marka sigri á Slóveníu, lokatölur 30-23 í kvöld.
Leikurinn var nokkuð jafn framan af en danska liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, staðan þá 14-12. Í síðari hálfleik voru Danir samt mun sterkari aðilinn og stakk danska liðið hægt og rólega af í síðari hálfleik.
Lokatölur 30-23 og öruggur sigur Danmerkur staðreynd. Danmörk fer þar með upp í toppsæti A-riðils þar sem Evrópumeistarar Frakka unnu nauman eins marks sigur á Svartfjallalandi fyrr í kvöld.
Larke Nolsoe Pedersen var markahæst í liði Danmerkur með sex mörk og þar á eftir komu Kristina Jorgensen og Trine Ostergaard Jensen með fimm mörk hvor. Hjá Slóveníu voru Natasa Ljepoja og Barbara Lazovic með fimm mörk hvor.
Tengdar fréttir

Evrópumót kvenna í handbolta heldur áfram og er nú er tveimur af fjórum leikjum dagsins lokið. Frakkland vann nauman sigur á Svartfjallalandi og sömu sögu er að segja af Króatíu sem mætti Ungverjalandi.