5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Ósáttur með að allar greinar séu settar undir sama hatt hvað sóttvarnaraðgerðir varðar – „Þetta er atvinnugrein“

Skyldulesning

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensk Toppfótbolta var gestur í sjónvarpsþættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut á þriðjudaginn.

Knattspyrnuhreyfingin ásamt öðrum íþróttagreinum var meinað að æfa og keppa nema undir ströngum skilyrðum:

  • Inni- og útiíþrótt­ir barna og full­orðinna sem krefjast meiri en tveggja metra nálægðar eða þar sem hætta er á snert­ismiti vegna sam­eig­in­legs búnaðar verða óheim­il­ar.

Birgir segir þetta vera bagalegt fyrir efstu deildir knattspyrnunnar sem séu að velta milljörðum. Hann segir stöðuna ekki góða.

„Hún er ekki góð. Það sem truflar okkur er að það eru einhvern veginn allir settir undir sama hatt. Við sjáum það að efstu deildirnar í fótbolta eru að velta 2,5-3 milljörðum. Þetta eru umtalsverðir fjármunir í húfi og fjárhagslegar skuldbindingar hjá félögunum, bæði við rétthafa, leikmenn, þjálfara og fleiri.“

„Þetta er atvinnugrein og við verðum að tryggja að hún fari ekki alltaf bara í stopp. Við erum að vinna í því að koma efstu deildunum aftur í æfingar.“

Viðtalið við Birgi og þátt 433.is frá því í vikunni má sjá hér fyrir neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir