2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Óska eftir leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Biontech í Evrópu

Skyldulesning

Þýska lyfjafyrirtækið Biontech og bandaríski lyfjarisinn Pfizer hafa óskað eftir leyfi fyrir notkun á bóluefni þeirra gegn Covid-19 í Evrópu. Þau segja að fáist leyfið verði hægt að taka efnið í notkun fyrir lok þessa mánaðar.

Áður hafa fyrirtækin sagt að bóluefnið veiti 95% vernd fyrir Covid-19-smiti. Þau hafa þegar sótt um leyfi til notkunar á efninu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Umsóknin til Lyfjastofnunar Evrópu var lögð fram í gær.

Anja Karliczek, menntamála- og rannsóknaráðherra Þýskalands, segir að lyfjastofnunin muni fjalla um umsóknina á opnum fundi 11. desember, að sögn AP-fréttastofunnar.

Lyfjafyrirtækið Moderna sótti einnig um leyfi til neyðarnotkunar á bóluefni sínu í Evrópu og Bandaríkjunum í gær.


Tengdar fréttir


Lyfjafyrirtækið Moderna sótti um neyðarheimild fyrir notkun nýs bóluefnis gegn Covid-19 í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Niðurstöður úr tilraunum með bóluefnið benda til þess að það veiti um 94% vernd fyrir smiti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir